Höskuldsstaðir , 760 Breiðdalsvík
68.900.000 Kr.
Lóð/ Jörð
4 herb.
875 m2
68.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
106.620.000
Fasteignamat
24.874.000
Áhvílandi
45.944.065

SNAR LÆKKAÐ VERÐ
Domus fasteignasala kynnir jörðina Höskuldsstaði .
Jörðin Höskuldsstaðir er landmikil og ágæt jörð. Landstærð talin vera rúmir 950 ha. Hún er staðsett vel fyrir miðjum dal eða þriðji innsti bærin en í einstaklega fallegu umhverfi. Stórkostleg fjallasýn og víðsýnt er frá staðnum. Jörðin á 0,8 hlut í veiðirétt í Breiðdalsá. Árlegar arðgreiðslur eru af okkar hlut í ánni frá Veiðifélag Breiðdælinga sem er með ána í langtíma leigju, hreindýraarður er greiddur út í janúar bæði af veiddum dýrum og svo eru „miskabætur“ frá Ríkinu. Árlegar leigutekjur í mars mánuði ár hvert er af gemsa mastri frá Mílu, sem er staðsett fyrir ofan bústaðinn, en sem betur fer sést það ekki þaðan og fellur einkar vel inní landslagið. Yfir þrjátíu ára gömul skógrækt er á jörðinni mestmegnis fyrir ofan veg. Núverandi skógræktar samingur við Héraðsskógar Austurlands er um 30,5 hektara af landi m.a í kringum bústaðinn. Höskuldsstaðir eru afar vel staðsett og falleg eign. 

Helstu mannvirki eru m.a:
Íbúðarhús, sem hluti af er nefnt; Starfsmannahús b. 1963; 105,4m2; svo eldri hlutinn af íbúðarhúsinu sem b. 1947: 71,9m2. Þetta er allt eina og sama íbúðarhúsið en er einhverja hluta vegna skráð svona í Fasteignaskrá frá fyrrum eigendum. Samtals: 178 fm íbúðarhús, með þremur svefnherbergjum. 
Húsaskipulag; 
•    Gengið er inn í rúmgóða og bjarta forstofa með íslenskum gólfflísum, þar er einnig mjög stór kamína með reyháf, eikar plastparket er á 1/3 á tveimur og hálfum veggjum til hlífar, vegna tilveru fjögurra fjórfæta fjölskyldu meðlima (hunda) og svo er opin útivistar fataskápur með skóhillum fyrir aftan útihurð. Í forstofunni eru fjórar hvítar innihurðir. Nýlegt eikar plastparket nær frá og með tröppunum inní eldri hluta íbúðarhús og á stutta ganginn með speglum á annan vegginn en á hinum er vegleg gegnum heil furuhilla efst og fatahengi þar fyrir neðan. Umrætt gólfefni er um allt hús nema á hjóna- og baðherberginu. 
•    Á hægri hönd er svo eldhúsið er með stóra eldavél frá Bretlandi, sem er með tvö bakarofna og grill, í eldhúsinu á tvenna vegu eru innréttingar bæði uppi og niðri skápar og skúffur, nýlegt eikar plastparket er einnig nýtt sem klæðning milli skápana, á tvenna vegu, svo er nýleg plastklædd borðplata með sæmilega stórum vaski. 
•    Á vinstri hönd gegnt eldhúsinu, er rúmgott baðherbergið með bæði bað og sturta á vinstri hlið, á hægri hlið er löng eikar borðplata undir henni er þvotta- og uppþvottavél ásamt þurrkara. Tvær rúmgóðar niðurskiptar hillur eru á veggnum fyrir ofan, sem nýtt er undir handklæði og svo ýmiskonar hreinsiefni. Nýr baðvaskur og klósett á vinstri skammhlið. Í kringum baðvaskin er plasthúðuð eikarplata, fyrir ofan er hilla með spegli svo eru tvær skúffur undir vaskinum. Opnanlegur gluggi er út í garð. 
•    Rúmgóð stofa með glerhurð út í garð austan megin og horngluggi og einn gluggi til viðbótar er mjög björt stofa með hreint út sagt, stórkostlegu útskýni. Stofan er nýtt sem borðstofa, sjónvarps herbergið og til daglegrar viðurvistar. Furuviðarklæðning er á nánast öllum veggjum og lofti íbúðarhússins að undanskyldu tveimur herbergjum, „studio“ svefnherbergið og svo 45 fm geymsla (sem er Gamla hlaðan), bæði eru með aðgengi úr forstofunni.
•    „Studío“ herbergið sem er um 45 fm að stærð og var nýtt af fyrri eigenda, Pétri Beherns listmálara, sem listastudío hans, þaðan er jú viðurnefnið komið. Við höfum hinsvegar ætíð nýtt það sem svefnherbergi, fyrir „samstarfs teymið“ okkar í hestaferðunum. Í dag er þar tvö tvíbreið rúm, bókarhilla, lítið kaffiborð, kommóða og tveir þægilegir stólar. Herbergið er einkar bjart með stórkostlegu fjallasýn í suðri. 
•    Á tveimur af þremur svefnherbergjum er viðarplanka gólfefni, en í hjónaberginu eru korkflísar ásamt tveimur fataskápum. Í þriðja svefnherberginu ca 5 til 6  fm að stærð, sem er með aðgengi úr forstofuni, en glugginn snýr út í garð, þar er hjónarúm, tvíbreiður fataskápur með spegli og svo kommóða. 
•    Tvöfalt vel einangradi gler er í öllum gluggum og báðum útihurðunum í íbúðarhúsinu, ásamt nýlegu bárujárnsþaki.  Tvær loftíloft varmadælur eru í íbúðarhúsinu, annars er rafmagnkynding notuð til bæði hús- og vatnshitunar (vatnshitatankurinn er um 200 l). Reyndar getur stóra þýska kamínan í forstofunni og við höfum notað til að hita húsið verulega vel, nær nánast um allt hús.
Bústaður:
•    Sumarhús b. 1994: 40m2 er í útleigju hjá www.bungalo.is allt árið og er með yfir 34 fimm stjörnu ummæli. Í lýsingunni á bústaðnum er einnig að finna ágætar ljósmyndir, sem lýsa vel bæði innan úr bústaðnum og að utan. Svefnloft með þrjú einstaklingrúm. Hjónaherbergi með rúm sem nær veggja á milli, á vinstri hönd er sérsmíðuð hilla- og hengisamstæða með tveimur djúpum bastkörfum.Þar er einnig að finna þó nokkrur borðspil á ensku og íslensku. Tvær bókahillur eru fyrir ofan rúmið veggja á milli, með ágætis bókasafn á þó nkkrum tungumálum. Baðherbergi með sturtu ásamt vaski með spegli á hægri hönd eru þrjár hillur og skápa innréttingu undir vaskinum og til hliðar. Rúmgóð og einkar björt stofa með góðum svefnsofa, sem býður uppá ótrúlega magnað útsýni með ólýsanlegri náttúrufegurð frá bústaðanum. Svo viðsýnt er að áhorfandinn sér nær allan fjallahringinn í Breiðdal, því bústaðurinn er staðsettur um 200 metrar fyrir ofan veg, ennþó nokkuð hátt upp í hlíðinni. Rýmið er opið þannig að borð- og stofan ásamt fullbúnu eldhúsi sem er með ágæta innréttingu, gott borðpláss er og hillur fyrir ofan, ískápur og lítlum frýsti. Rafmagns kynding erí bústaðnum eins og í íbúðarhúsinu. Gólfefni er harðviðarparket bæði á stofunni og svefn-herberginu. Baðherbergið er með gólfdúk og opanlegur gluggi. Óþrjótandi vatnsbrunnur er fyrir ofan bústaðinn nánar tilgreint upp á Hólamýrinni við rætur Tóatinda, fjallgarður sem er innan landmerkja Höskuldsstaða, brunnurinn er tengdur fyrir bæði íbúðarhúsið og bústaðinn. Rótþró er fyrir bústaðinn.  
Útihúsin:
•    Fjárhús b. 1968: 421m2, Innan þeirra veggja er sérherbergi sem er ca 45 fm „fata- og reiðtygja“ aðstaða sérbyggt sumarið 2010. Málað sumarið 2016 að innan sem utan, hvít 70% glái og svo brúnt hálfþekkjandi viðarmáling frá Flúggel. Sami litur og máling sem notað var á alla strauja í kennslugerðinu og í hesthús gerðið. Þar er einnig ísskápur,kaffiborð og leðursofi. Allur reiðfatnaður er í boði á stóru borði og minni einnig að finna í hillum og fatakrókum, einn veggur er nánast undirlagður af allskonar yfirhafnir, úlpur. Vegna þess að við bjóðum öllum reiðgestum okkar reiðfatnað, frá reiðskó til hjálma og ALLT þar á milli. 
•    Á hægri hönd við hurðina inní ofangreint „tagherbergið“ er rúmgott hænsahús, með tröppum út í garðinn þeirra. 
•    Rúmgóðar geymsluhillur eru á vegnum á hægri hönd fyrir miðju fjárhús er svo ágætlega skipulagt verkstæði með allskonar handverkfæri o.s.fv en einnig með stóru vinnuborði. Hillueining fyrir timbur, (annað en girðinga strauja), bárujárns- og svo glærarplötur, þar fyrir aftan. 
•    Sérstaklega smíðaðir skeifustandar, sem eru sinn hvorjum megin við „brúnu hurðina“ sem er síðari hurðinn inní fjárhúsið. Á hægri hönd eru vetrarskeifur en á þeim vinstri eru sumarskeifurnar.
•    Gamla fjárhúsið er einnig nýtt sem geymsla fyrir allt girðingar efni, allt sem hráefni sem til þarf í slík verkefni, t.d þannvír, girðingarnet, gaddavír og svo tappar í stórum döllum. Allt frá A til Ö. Nýtt gólfefni eða stórir 14mm, ábornar viðarplötur eru yfir haughúsinu, sem er undir miðju fjár- og hesthúsinu. Haughúsið er vél hreinsað á tveggja til þriggja ára fresti. Vitaskuld fer það eftir því hver sé fjöldi hrossa á húsi yfir vetrar mánuðina. Það eru um sextján 90 cm djúpar og 70 cm viðar rennur í hest- og fjárhúsinu sem voru hreinsaðar sumarið 2010. Í beinu framhaldi og í fullu samráði við byggingar verkfræðing, steypum við 12 cm þykkar styrktarjárns plötur með holræsiskerfi fyrir tíu rennur. Sex rennur sem standa eftir eru með nýlegum 8 cm þykkum plönkum. 
•    Ágætis járningar aðstæða er á vinstri hönd þegar gengið er inn í hesthúsið með góðri lýsingu, tvær opnanlegir gluggar, skeifugrindar hillur, steyðjubunkur, járningar kassi með tilheyrandi verkfærum, hilla og svo bekkur. En á hægri hönd er einangruð hnakka- og reiðtygja herbergi sem er ágætlega skipulögð. Á fjarendanum á fóðurganginum á hægri hönd er upphituð geymsla, góð hillu aðstæða er á tveim veggjum, þessi geymsla er ætluð fyrir málingarvörur bæði innan- og utanhús, ásamt hrossalyfjum og svo er ýmislegt annað sem er nauðsynlegir að eiga á hverjum bóndabæ. 
•    Hesthús b. 1996: 67,8m2; 17 stíur með gúmmimottum, allt eins hestastíur og svo stór er stór graðhestastía. Í hverri stíu með heygjafa kassa nema í tveim stíum eru hálfskornar plasttunnur, niðurföll sem tengjast í holræiskerfið og í þeim stíum sem snúa að miðju, þá er opnanlegur hleri til að ýta hrossaskítnum niður í haughús. Allar stíurnar eru með opnanlegum hlerum, til að auðvelda mokstur og alla umhirðu.
•    Hlaðan b.1969: 177m2; er nýt sem inni reiðaðstæða „Reiðhöll“og er ágæt sem slík. En 1/3 af rýminu er notuð sem geymsla, t.d fyrir rúlluplast o.s.fv.
•    Votheysgryfjur - upprunalega b. 1969: 63m2 En sumarið 2010 var mokað út og hreinsað til. Í staðinn var byggð tvíhæða geymsla með hillukerfi. Milligegnt er á milli votheysgryfjana. Aðgengi er innan úr „reiðhöll /hlöðunni“ með hurð. 
•    Ræktað land er 23,4ha skv. FMR allt gróin og falleg tún sem eru í ágætri ræktun.Við höfum fengið nágranna okkar til að bera áburð á í mai lok. Yfirleitt er heyjað svo ekki fyrr en eftir Verslunarmannahelgina eða í annarri viku ágúst mánaðar. Höfum fengið að m.t 140 stk af 600 kg rúllum af tveimur ábornum túnum. S.l vetur höfum við verið með a.m.k 50 til 70 rúllur í fyrningum eða frá s.l ári. Fer allt eftir tíðarfari á haustmánuðum.   
•    Stutt er til Breiðdalsvíkur 26 km og á suðurfirðina. Stutt er á Breiðdalsheiði 6 km og á samnefndan veg til Egilsstaða 55 km og Fellabæjar. 
•    Jörðin liggur vel við öllum tegundum veiðimennsku hvort sem er á fugli, fiski í ferskvatni eða í sjó að ógleymdum hreindýrum sem eru mjög algeng sjón á þessum slóðum.
•    Veðursæld er á þessum stað í Breiðdal vegna fjallahrings og hæð þeirra og þar vorar snemma og haustar seint flest ár.
•    Stór áborin timbur skjólveggur er til staðar á allar áttir og er staðsettur í túnfætinum. Í há-norður er til viðbótar við sjálfan skjólveggin lítill skjólskógur sem veitir þeim mjög gott skjól í verstu áttinni hér sem eru há-Norður og Norð-austur.
•    Á öðru beitarhólfi er lítill skjólveggur og er einungis á þrenna vegu
•    Skjólshús er fyrir neðan millitúnið en til hlíðar við útigjafarhólfinn, þar geta a.m.k 15 hross farið inn í einu. Hrossinn virðast, allavega er það okkar reynsla, að þeir velja mun frekar að nýta sér stóra skjólvegginn, sem er aðeins í nokkurra metra fjarlægð.
•    Vetrar útigjöf/beit er bein stýrð af okkur v.þ að við girtum af tvö mismunandi stór hólf, annað er helmingi stærra en hitt. Með þessum hætti tryggjum við vel og vandlega að ÖLL hrossinn komast að rúllum/gjöfinni og enginn verður afétinn af neinum. Vitaskuld tökum við fullt tillit til veðurspár og tíðarfars hverju sinni, hvort við rekum út frá rúllunum eður ei. 
Texti er frá eiganda.
 

 

 

A business opportunity of a lifetime!

We are offering a completely different lifestyle to what you have experienced up until now and have only been able to dream about... interested?

A truly life changing and unique opportunity for horse passionate, animal & Mother Nature loving people. Are you dedicated to produce happiness & enjoyment beyond your imagination, offering everyday a unique experience to your guests? Does this sound like the right fit for you & your family?

One in all, a tourist business Odin Tours Iceland ltd, placed on an indescribably beautiful farmstead along with your own heard of Icelandic horses. The business is today divided into two parts; Guided horse tour's, both short & long and secondly, renting out a cottage with a breathtaking view, which is best described as “Your Home away from Home”

Breiðdalur (the Wide Valley) is one if Iceland’s most beautiful valleys, located in the east part of the country. East Iceland, is known to be one of the most diverse areas of region. With it’s unique habitats, it is truly one of the most captivating and memorable places you will find anywhere in our world today.Höskuldsstaðir is a charming farm in the valley of Breiðdalur. It is located in the center of the valley and has exceptionally beautiful surroundings with a stunning mountain view. The farm is one hour away from Egilsstaðir and 10 minutes away from Breiðdalsvík. The farm consists of a 177 sqm large house, approx. 550 sqm modern stables and a 40 sqm summer house with a wonderful view over the valley. The tractor is also for sale. Breiðdalur has lovely weather. The summers arrive early and the fall comes late.

The farm is wel located for all sorts of hunting. The land owns fishing rights in the river Breiðdalsá. There is a lot of birdlife and reindeer in the area.

The current owners of the farm have been offering guided horse tours since the summer 2012 under the name Odin Tours Iceland. They place an emphasis on quality in stead of quantity, matching the rider to a horse and teaching everyone the basics before starting the tour. The company has recieved wonderful reviews, with five stars on tripadvisor. Included are around 40 horses in total, that is over 27 riding horses, ranging from being suitable for children and beginners to challenging horses. There are also a few young horses, 3, 4 and 5 years old and two gorgous breeding mares. Finally all the saddlery and clothing is included. There are icelandic wool sweaters, riding pants, warm coats and riding shoes.

Come experience all of Iceland’s spectacular scenery, stretching from the glaciers to the sea: with vast barren expanses and verdant green valley’s with stands of trees, along with deserted sparkling fjords and their pristine shores, to the hot springs and crystal clear mountain brooks among impressive mountain ranges, dotted with beautiful hidden waterfalls. These are the wonders of our land, offering an experience that will nourish the soul, and energize the spirit simply by the sheer splendour of its profound beauty and natural majesty. Amidst growing towns and communities, you will find our people warm and friendly, accommodating, and willing to work hard to insure your time here is one you will treasure always.More information about the property and company are available here:
www.odintoursiceland.com
https://www.tripadvisor.com/Attraction Review-g608869-d2299867-Reviews-Odin_Tours-Breiddalsvik_East_Region.html Former guests comments on our riding tours. In all 97 five star commentsAny questions and inquiries are welcome,
through email: [email protected]
or phone: +354 475 8088 and +354 861 4392
 

Ævar Dungal Löggiltur fasteignasali sími 440-6016 / 897-6060 / [email protected]
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 56.475,-

 

 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..