Hafnargata 15, 685 Bakkafjörður
Tilboð
Einbýli
5 herb.
112 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1978
Brunabótamat
33.500.000
Fasteignamat
7.510.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Um er að ræða fimm herbergja einbýlishús byggt úr timbri árið 1978. Gengið inní flísalagða forstofu með tvöföldum fataskáp. Svefnherbergi er innaf forstofu með plastparketi á gólfi og þreföldum fataskáp. Hol er parketlagt og opið inn í stofu en þar er gengt út á verönd með sólpalli. Gólfefni er farið að láta á sjá.
Dúkur er á svefnherbergisgangi en þar eru þrjú svefnherbergi. Tvö þeirra og með tvöföldum fataskáp. Plastparket er á öllum svefnherbergjum. Baðherbergi er dúklagt í hólf og gólf, þar er baðkar með sturtuhengi.
Eldhús með eldri innréttingu, dúklagt en sjá má rakaummerki á gólfi. Þvottahús er innaf eldhúsi flísalagt með niðurfalli, og þar er annar inngangur í húsið. Búr er einnig innaf eldhúsi.
 
Annað:
Skipt hefur verið um jarðveg við sökkul. 
Snyrtileg, afgirt lóð í kringum húsið.
Ekki hefur verið búið í húsinu um einhvert skeið.
Núverandi eigandi flutti úr húsinu vegna óþæginda, en við leit fundust ekki ummerki um myglu.

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..