INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Hammersminni 3 á Djúpavogi er nokkuð vel staðsett eign á tveimur hæðum - steypt neðri hæð og efri hæð úr timbri. Byggingarár hússins er 1948 en þá var neðri hæð byggð en í kringum 1970 var efri hæð bætt ofan á húsið.
Stofa, borðstofa og eldhús er á neðri hæð sem og sjónvarpshol, þvottahús og lítið baðherbergi. Parket er í stofu og borðstofu. Leki hefur verið í miðstöðvarkerfi á neðri hæð og er af þeim sökum búið að fjarlægja gólfefni af forstofu og eldhúsi. Eftir er að gera við lekann.
Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi, viðargólf er í þremur svefnherbergjum en teppi í því fjórða. Á efri hæð er baðherbergi sem þarfnast orðið viðhalds, þar er dúkur á gólfi. Á efri hæð er útgengt á svalir.
Húsið þarfnast orðið talverðs viðhalds og endurbóta bæði utan og innan.