Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali [email protected] kynna:
Túngata 10, Finnshús, Eskifirði.
Hlýlegt eldra einbýli sem hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina.
Á aðalhæðinni er komið inn í forstofu. Til hliðar við hana er rúmgptt baðherbergi sem einnig er þvottahús. Salerni er ínn af þessu rými.
Eldhúsið er með skemmtilegri eldri innréttingu, Inn úr eldhúsinu er lítið búr.
Á hæðinni eru 2 samliggjandi stofur og hefur önnur þeirra undanfarið verið nýtt sem svefnherbergi,
Á hæðinni er einnig litð herbergi sem hefur verið nýtt sem svefnherbergi og er hægt að ganga úr því herbergi bæði í eldhúsið og stofuna og þar er einnig lúga niður í kjallarann.
Af gangi er stigi upp í rishæðina. Uppi eru 2 góð svefnherbergi og lítil geymsla undir súðinni.
Kjallarinn er snyrtilegur og hefur verið nýttur sem geymsla og vinnuaðstaða.
Hitaveita er í húsinu.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.