Vogaland 2, 765 Djúpivogur
Tilboð
Atvinnuhús/ Verslunarhúsnæði
4 herb.
267 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1990
Brunabótamat
60.950.000
Fasteignamat
16.620.000

VEITINGARHÚS Á EINSTAKLEGA FALLEGUM STAÐ MEÐ ÚTSÝNI YFIR HÖFNINA  MIÐSVÆÐIS Á DJÚPAVOGI.

Tilboð óskast í einkahlutafélagið "Við Voginn ehf."sem á og rekur veitingarstaðinn Við Voginn á Djúpavogi. 
Við Voginn er miðsvæðis á Djúpavogi með ótrúlega fjallasýn ásamt fallegu útsýni yfir höfnina og voginn í heild sinni.
Húsið er 267,3 fm timburhús sem hefur verið mikið endurnýjað, ný klæðning og þak ásamt gluggum. Gott bílastæði eru við húsið sem var nýlega klætt með malbiki.  
Nánari Lýsing: Við Voginn samanstendur af þremur veitingarsölum sem samtals hafa sæti fyrir 95 manns, 3 snyrtingar fyrir viðskiptavini, afgreiðslu, grill, eldhús, góða geymslu, þvottahús, starfsmannasalerni, skrifstofa,vinnslueldhús, kælar og frystar.  Bekkir eru úti ,með útsýni yfir smábátahöfnina og fjöllin, fyrir 8-10 manns , hægt að fjölga. Allt til rekstrar fylgir.
Veitingarsalur og grill var endurnýjað 2016 og 2017 og var þá vinnuaðstaðan tekin í gegn og tæki endurnýjuð og bætt við, nýtt sjálfvirkt brunakerfi var sett í húsið ásamt nýju brunakerfi í grilli. Gólefni í veitingarsal eru flísar og lökkuð steingólf.  Salerni eru með epoxy gólfefnum. Borð og stólar voru endurnýjuð 2018 og 2020. Lausafé og innréttingar og tæki fylgja kaupum (sjá lista yfir lausafé) ásamt Volkswagen Caddy bifreið. 
 
Við Voginn er vinsæll áningarstaður á besta stað í bænum.
Frábært tækifæri. Eign í góðum rekstri.


 

 

Allar nánari upplýsingar veitir Ævar Dungal löggiltur fasteignasali í síma 897-6060  eða sendið tölvupóst á netfangið [email protected] 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900


 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..