INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Mikið endurnýjuð og flott fimm herbergja íbúð á 2.hæð í fjölbýlishúsi við Hlíðargötu 57 á Fáskrúðsfirði. Í eldhúsi er nýleg og falleg innrétting. Eldhús og borðstofa eru í opnu rými með parket á gólfi og úr rýminu er útgengt á svalir með miklu og fallegur útsýni. Parket er í stofu og þar er útgengt á aðrar svalir með sama útsýni. Fjögur svefnherbergi eru í íbúðinni, öll með parket á gólfi og nýir fataskápar eru í öllum herbergjum. Baðherbergi er tvískipt, annarsvegar salerni með flísum (allt endurnýjað árið 2019) og hinsvegar baðherbergi með flísum á gólfi og sturtu. Í íbúðinni er einnig ágæt geymsla.