Vík , 750 Fáskrúðsfjörður
Tilboð
Lóð/ Jörð
0 herb.
129 m2
Tilboð
Stofur
3
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
61.620.000
Fasteignamat
14.051.000

 Vík í Fáskrúðsfirði er sunnan megin í firðinum og er um 60 ha.að á stærð. Jörðin stendur við þjóðveg 1, stutt er í alla þjónustu á Fáskrúðsfirði, sem og  flugsamgöngur á Egilsstöðum.

Íbúðarhúsið, 129 m2 að stærð og skiptist í kjallara, hæð og ris. Á hæðinni er eldhús með búri, stofa, 2 svefnherbergi snyrting með sturtu. Í risi eru 4 svefnherbergi. Byggt 1911 og hluti um 1980.

Fyrir utan húsið er stór sólpallur.

Húsið er upphitað með varmadælu. Einnig eru rafmagnsofnar til staðar og ljósleiðari í túnfætinum.

Fjárhús með áfastri hlöðu og kjallara ca. 1100 m2 í allt. Húsakostur í góðu standi og hefur verið leigt undir ferðahýsi.og hefur sú leiga staðið undir rekstrar og viðhaldskostnaði. 


Gott aðgengi að sjó, lítið bátaskýli.  Aðeins um æðarfugl en æðarvarpi hefur ekki verið sinnt. Ræktað land ca.15 hektarar.
Einstaklega fallegar víkur sem og bæjarstæði. Verið er að gera lóðarblað fyrir þessa eign, en áætluð stærð eignar verður um 60 hekt.

EINSTÖK EIGN Á FALLEGUM STAÐ.
ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐUM

 
 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..