Eiðar , 701 Egilsstaðir
Tilboð
Lóð/ Jörð
0 herb.
65535 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
1.277.173.000
Fasteignamat
296.466.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Til sölu er jörðin Eiðar, Fljótsdalshéraði ásamt öllum þeim byggingum er tilheyra jörðinni. Eiðar er falleg jörð á láglendi með nokkuð fjölbreyttu landslagi, skógi og vötnum. Eiðar eru c.a. 12 km frá þéttbýlinu á Egilsstöðum.
Heildarstærð jarðarinnar er samkvæmt Þjóðskrá Íslands 733 hektarar. Jörðinni tilheyra fasteignir sem samtals eru 4,707 m².


Meðal bygginga er tilheyra Eiðum eru:
- fyrrum skólahús er hýsti Alþýðuskólann á Eiðum, þar er bæði íþróttahús og sundlaug. Einnig eru í húsinu yfir 20 svefnherbergi sem og íbúð, kennslustofur og samkomusalur.
- Þar við hliðina er stórt hús með mörgum herbergjum á þremur hæðum, fyrrum heimavist skólans. Þar er afar rúmgott eldhús og matsalur. Þrjár íbúðir eru í viðbyggingu við húsið. 
- Gistihús er rekið í enn öðru húsi, þar eru 20 herbergi til útleigu. Í viðbyggingu er þokkalega rúmgóð íbúð á tveimur hæðum.
- Einnig er á staðnum tveggja hæða hús með tveimur íbúðum á efri hæð, önnur er tveggja herbergja en hin fimm herbergja og rúmgóð. Á neðri hæð hússins er lítil stúdíó-íbúð ásamt geymslum en á neðri hæð er ekki full lofthæð. 
- Tvö einbýlishús tilheyra jörðinni. Endurbætur hafa staðið yfir á öðru húsinu en eru ekki langt komnar. Hitt húsið er í afar slæmu ástandi eftir vatnstjón.  

Ástand fasteigna á er tilheyra Eiðum er afar mismunandi og er því skorað á áhugasama aðila að skoða eignirnar vel með það í huga.

TILBOÐ ÓSKAST Í EIGNINA!
 

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..