Urðarteigur 18, 740 Neskaupstaður
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
211 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1966
Brunabótamat
77.150.000
Fasteignamat
44.850.000

LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali [email protected] kynna:
Urðarteigur 18, Neskaupstað
Fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið stendur á eintökum útsýnisstað.
Fjallshlíðin með flottri gönguleið er nánast í bakgarðinum.
Á efri hæð er rúmgóð stofa, eldhús með góðri Brúnás innréttingu, sjónvarpshol, forstofa og gestasnyrting.
Við svefnherbergjagang eru 4 svefnherbergi, rúmgott baðherbergi sem hefur nýlega veir endurnýjað og þvottahús með nýrri góðri innréttingu og dyrum út í bakgarðinn.
Á neðri hæð er svefnherbergi og baðherbergi ásamt litlu rými sem áður var gufubað. Sér inngangur er í þessi rými sem býður uppá útleigumöguleika.
Á neðri hæðinni er einnig rúmgóður bílskúr og stór geymsla inn úr honum. Kyndikompa er með sér inngangi og er hægt að nýta hana sem litla geymslu.
Ýmsar endurbætur hafa nýlega verið gerðar á húsinu. Rafkerfi er að mestu endurnýjað og einnig hafa vatnslagnir verið talsvert endurnýjaðar. Stór nýlegur fataskápur er í hjónaherbergi.
Það helsta sem hefur verið endurnýjað er:
-Nýr rafmagnsvír settur í allar dósir, sett Le grande slökkvara, einnig búið að skipta um öll öryggi og lekaliða.
-Digital stýring sett á vatnsofna (2017).
-Nýtt klóak og dren (2018)
-Baðherbergi á efri hæð algjörlega endurnýjað (2019).
-Bílastæði malbikað, steypt stétt + lýsing fyrir framan húsið og veggur í bílastæði með lýsingu. Hitalagnir í stétt (2020).
-Settur upp nýr viðhaldsléttur þakkkantur + þakrennur fyrir ofan hús (2021).
-Græjuð ruslatunnugeymsla og köld geymsla undir tröppum (2021).
-Allir gluggar nýir og rennihurð sett út í garð (2021).
-Þvottahús tekið í gegn 2022 (gólfhiti ótengdur).
- Sumarið 2022 var allur laus múr brotinn utan af húsinu og sprungur á austur og norðurhlið þéttar. Gert við skemmdir og farnar 2 umferðir með steiningalími yfir allt. 3 ára ábyrgð á því til 2025. Múrarinn kemur vor 2023 og lagar nokkrar fínar sprungur sem mynduðust þegar rakinn var að fara úr steypunni.
-Ryðfrítt handrið með hertu gleri sett á tröppur (2022).
-Nýtt spanhelluborð og nýlegur bakaraofn (2022).
Óskað er eftir tilboðum í húsið.

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..