LF-fasteignasala/LINDIN FASTEIGNIR [email protected] Þórdís Pála Reynisdóttir s. 893-1319 löggiltur fasteigna- og skipasali kynna:
Blómsturvellir 47, Neskaupstað. Rúmgott hús á 3 pöllum.
Efsti pallur: 4 svefnherbergi, gangur og baðherbergi.
Stórir skápar í hjónaherbergi og á gangi.
Úr einu herberginu eru dyr út á sólpall.
Miðpallur: Komið er inn í nýlega uppgerða forstofu með flísum á gólfi og gólfhitalögnum.
Úr forstofunni er komið inn á gang sem tengist stofunni.
Úr þeim gangi eru nokkur þrep upp á efsta pallinn þar sem svefnherbergin eru.
Stofa, borðstofa og eldhús tengjast vel í frekar opnu rými.
Þegar skipt var um glugga voru gerðar dyr úr borðstofunni út í garðinn.
Í eldhúsi er sígild hvít innrétting og nýleg tæki.
Neðsti pallur: Bílskúr, nýlega endurnýjað þvottahús og geymslur. INNANGENGT ER NIÐUR Á NEÐSTA PALLINN.
Bílskúrinn er rúmgóður, bæði með gönguhurð og bílhurð og inn úr honum góð geymsla.
Þvottahúsið er rúmgott og var allt tekið í gegn s.l. sumar.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.