INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Vel staðsett íbúð í góðu ástandi ásamt bílskúr, samtals 159,4 m².Rúmgóð og vel um gengin íbúð á góðum stað, miðsvæðis á Egilsstöðum. Íbúðin er í litlu fjölbýli og henni fylgir 25,0 m² bílskúr. Flísar eru á forstofu og þar er fataskápur. Inn af forstofu er lítið þvottahús. Parket er í stofu og holi. Úr stofu er útgengt á yfirbyggðar svalir. Í eldhúsi er flott innrétting og dúkur á gólfi. Baðherbergi er flísalagt, þar er sturta og eldri innrétting. tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og er parket á þeim báðum sem og fataskápar.
Íbúðinni tilheyrir talsvert mikið geymslupláss í sameign sem og sér geymsla í kjallara.
Vatnslagnir voru endurnýjaðar í öllu húsinu í desember 2015.