LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected].is kynna:
Hamrahlíð 32, Vopnafirði.
Skemmtilegt sixtís hús. ATH. þak hússins þarfnast skoðunar og einhverra lagfæringa.
Innbyggður bílskúr er á neðri hæð.
Á neðri hæðinni hefur einnig verið útbúin lítil íbúð sem samanstendur af forstofu, eldhúsi, holi, herbergi og baðherbergi.
5 svefnherbergi eru á efri hæð húsiins. Þar er einnig stofa með útgengi út á stóran sólpall, eldhús, baðherbergi, þvottahús og forstofa.
Stofan er björt með stórum gluggum og dyrum út í garðinn á bakvið húsið.
Mikið og fallegt útsýni er frá húsinu.
Húsið hefur verið steinað að utan nema hornið við sólpallinn.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.