LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Steinholtsvegur 9, Eskifirði, Fjarðabyggð.
Vel viðhaldið, rúmgott og bjart einbýlishús með aukaíbúð á neðri hæð. Húsið stendur á flottum útsýnisstað við rólega botnlangagötu.
Í aðalíbúðina er gengið inn í góða flísalagða forstofu á efri hæð, þar fyrir innan er breiður gangur með góðum fataskáp.
Eldhúsið er rúmgott með borðkrók og góðri eldri innréttingu og litlu búri inn úr. Uppþvottavél fylgir.
Við herbergjagang eru 3 rúmgóð svefnherbergi, 2 með fataskápum.
Baðherbergið er rúmgott, flísalagt, þar eru sturtuklefi og þvottavél sem fylgir með húsinu.
Við hlið eldhússins er borðstofa og úr henni er opið inn í bjarta stofu með gluggum til austurs og suðurs og er mikið og fallegt útsýni úr stofunni.
Sér inngangur er í íbúðina á neðri hæðinni. Komið er inn á flísalagðan gang. Í íbúðinni er ágætlega rúmgott eldhús með eldri innréttingu, baðherbergi með sturtu og aðstöðu fyrir þvottavél. nokkuð stór stofa og svefnherbergi. Kyndiklefi sem jafnframt getur nýst sem geymsla er á neðri hæðinni.
Húsið er kynt með hitaveitu.
.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.