LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali [email protected] kynna:
LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Urðarteigur 6, Neskaupstað.
Fallegt einbýli á mjög góðum útsýnisstað. Nýlegir PVC gluggar og hurðir eru í húsinu. Varmadæla er í húsinu sem lækkar kyndingarkostnað.
Íbúðin er á efri hæðinni en bakatil er gengið beint út á lóðina. Þar er sólpallur og lítill geymsluskúr, heitur pottu á palli getur fylgt með við sölu ef um semst.
Sunnan við húsið er hellulögð sólbaðsaðstaða.
Á neðri hæðinni er bílskúr og geymslur.
Mikið og fallegt útsýni er frá húsinu.
3 svefnherbergi eru í húsinu en hægt væri að skipta stærsta herberginu.
Nýlega uppgert baðherbergi með sturtu er á hæðinni og einnig lítil snyrting.
Þvottahús er á hæðinni.
Loftpalata á efri hæð er steypt. Einangruð hlífðarklæðning hefur verið sett á austurhlið hússins og norðurhliðina að hluta.
Stórt bílaplan er framan við húsið, getur rúmað allt að 6 bíla.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt fast gjald á bilinu 50 - 60.000 kr.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.