LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali [email protected] kynna:
LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Hlíðargata 22, Fáskrúðsfirði
Fallegt mjög snyrtilegt og vel viðhaldið einbýlishús. Íbúðin er á efri hæð en bílskúr og geymsla á neðri hæð.
Sólpallur er við húsið og einnig rúmgóðar svalir út af stofunni.
Inngangur í íbúðina er á efri hæðinni. Komið er inn í forstofu með fataskáp. Flísar á gólfi.
Úr forstofunni er komið inn í lítið hol sem tengist stofunni. Fallegt útsýni er úr stofunni og dyr út á svalir.
Eldhúsið er með góðri upprunalegri innréttingu og er pláss fyrir uppþvottavél. Borðkrókur.
Inn úr eldhúsinu er þvottahús með dyrum út í bakgarðinn. Búr er inn úr þvottahúsinu.
Aðgengi að kyndiklefa er utanfrá við hlið þvottahússhurðar..
3 svefnherbergi eru í húsinu og eru fataskápar í þeim öllum.
Baðherbergið er flísalagt og með sturtuklefa.
Ekki er opið á milli hæða. Á neðri hæð er snyrtilegur bílskúr með góðri hurð með gönguhurð. Sjálfvirkur opnari er á bílskúrshurðinni.
Góðar trétröppur liggja austan við húsið að aðalinngangi og er sólpallur tengdur tröppunum.
Stórt malbikað bílaplan er við húsið.
Í bakgarðinum eru þvottasnúrur og lítill matjurtagarður..
Húsið stendur á útsýnisstað.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt fast gjald á bilinu 50 - 60.000 kr.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.