INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Flott og vel staðsett þriggja herbergja íbúð með 41,2 m² bílskúr í miðbæ Egilsstaða. Vel með farin og falleg íbúð í góðu ástandi.Forstofa er opin með parket á gólfi. Parket er einnig í holi og stofu. Úr stofu er gengið út á svalir. Baðherbergi hefur allt verið endurnýjað. Þar eru flísar í hólf og gólf, falleg innrétting og sturta. Eldri innrétting í fínu lagi er í eldhúsi, þar er flísapanill á gólfi. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, bæði með parket á gólfi og fataskápar eru í báðum herbergjum.
Í kjallara eru tvær geymslur sem tilheyra íbúðinni, önnur köld með máluðu gólfi en hin upphituð með dúk á gólfi og glugga, sú geymsla er að mörgu leyti líkari svefnherbergi en geymslu enda hefur það á einhverjum tímapunkti verið nýtt sem herbergi. Í kjallara er sameiginleg salernisaðstaða - snyrtileg og fín.
Sameiginlegt þvottahús er í kjallara.
Bílskúr er rúmgóður með máluðu gólfi og millilofti yfir hluta. Þar er bílhurð með sjálfvirkum opnara og bæði heitt og kalt vatn.