INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Mjög fín fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð í vel staðsettu fjölbýli á Egilsstöðum. Íbúðin er í góðu ástandi.Flísar eru í forstofu og þar er rúmgóður fataskápur. Parket er á stofugólfi og þaðan er útgengt á suður-svalir. Í eldhúsi er falleg innrétting, góður borðkrókur og flísar á gólfi. Baðherbergi er flísalagt og þar er fín innrétting. Á baðherbergi er bæði baðkar og sturta. Þvottahús var allt endurnýjað árið 2021. Þar eru flísar á gólfi og vel skipulögð innrétting. Geymsla er tilheyrir íbúðinni er í kjallara hússins.
Húsið var nýlega málað að utan og ofnalagnir í íbúðinni hafa allar verið endurnýjaðar.