Vallargerði 9 hjá marlín , 730 Reyðarfjörður
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
15 herb.
467 m2
Tilboð
Stofur
5
Svefnherbergi
11
Baðherbergi
10
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1915
Brunabótamat
215.200.000
Fasteignamat
55.020.000

Lf-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali [email protected] kynna:
Bakkagerði 9, Reyðarfirði.
Gistiheimilið Hjá Marleen.

Húsið sem gilstiheimilið er rekið í var upphaflega byggt árið 1915 af hefðbundinni gerð húsa á þeim tíma. Húsið var síðar gert upp á vandaðan hátt og stækkað verulega með steinsteypri viðbyggingu við 3 hliðar hússins fyrir u.þ.b. 10 árum.
Hér er um að ræða vel staðsett gistiheimili með góðan rekstrargrundvöll og gott orðspor.
Áður var einnig rekið kaffihús innan gistiheimilisins og er öll aðstaða til þess til staðar.
Gengið er inn frá bílastæði við götuna í gegn um gömul trjágöng.
Í húsinu eru 11 misstór gistiherbergi, eitt þeirra er sérhannað fyrir fólk í hjólastólum og með sér baðherbergi eins og flest herbergin í húsinu.
Á neðstu hæð eru auk herbergisins með hjólastólaaðgenginu 3 hefðbundin 2ja manna herbergi og eru öll 4 herbegin með sér baðherbergi. Á jarðhæðinni eru einnig móttaka, setustofa og þvottahús fyrir gistiheimilið. Geymsla fyrir lín og annað og 2 sameiginleg baðherbergi.
Á miðhæðinni eru 2 stór fjölskylduherbergi með sér baði og 2 matsalir og 2 eldhús og einnig 2 snyrtingar.
Í rishæðinni á gamla húsinu eru 5 2ja manna herbergi án baðs.
Gott skíðasvæði er í innan við 20 km fjarlægð frá gistiheimilinu og einnig eru góðir golfvellir á Reyðarfirði og þéttbýliskjörnum í nágrenninu að ógleymdum góðum sundlaugum sem eru í næstu byggðarlögum. Í viðbót við hefðbundna þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn er talsvert um að fyrirtæki á svæðinu leigi herbergi fyrir starfsfólk og þjónustuaðili í lengri og skemmri tíma, ekki síst á veturna þegar færri ferðalangar legga leið sína um landið. Þess má þó geta að umferð ferðamanna yfir veturinn er í sífelldri aukningu.
Austurland er vinsæll kostur fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Undanfarna áratugi hafa 2 stórar og fjösóttar bæjarhátíðir verið haldnar í Neskaupstað sem er í ca. 35 km fjarlægð frá Reyðarfirði og einnig hátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði sem er í um 20 km fjarlægð frá Reyðarfirði. Einnig er skíðasvæðið ávallt vinsælt.

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..