INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Fallegt einbýlishús með fjórum svefnherbergjum og frístandandi bílskúr við Miðbraut á Vopnafirði. Að mörgu leyti ágætis hús þar sem allir gluggar hafa verið endurnýjaðir, þak á bæði húsi og bílskúr endurnýjað árið 2013 (eitthvað af timbri og allt járn og pappi) og vatnslagnir endurnýjaðar fyrir c.a. 13 árum. Vissulega er þó kominn tími á eitt og annað í viðhaldi eins og gengur og gerist.Forstofa er flísalögð með fataskáp. Stofa er með parket á gólfi. Í eldhúsi er falleg innrétting og flísalagt gólf. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, öll með parket á gólfi og fataskápar eru í tveimur herbergjum. Úr einu herbergi er útgengt á verönd í garði. Baðherberbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er sturta og ágæt innrétting.
Undir hluta hússins er kjallari og er stigi af efri hæð niður í þvottahús með máluðu gólfi. Einnig er sér inngangur í þvottahús. Annað nokkuð rúmgott rými er í kjallara en það er frekar hrátt eins og það er í dag. Það hefur gerst að vatn hefur leitað inn í kjallara sem bendir til þess að drena þurfi í kringum húsið.
Við húsið stendur frístandandi bílskúr (17,8 m²) með timburhurð en bílskúrinn er orðinn lélegur og nýttur sem geymsla í dag.