INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Fjögurra herbergja endaíbúð í raðhúsi við Búðarmel á Reyðarfirði.Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi og efri skápum og þaðan á flísalagðan gang. Sömu flísar eru á gólfum í allri íbúðinni. Til hægri frá gangi eru eldhús og stofa í opnu og björtu rými og þaðan er útgengt út á steypta verönd og í garð. Tvö svefnherbergi eru inn af stofu, annars minna herbergi með tvöföldum fataskáp og hins vegar rúmgott hjónaherbergi með tveimur gluggum og fjórföldum fataskáp. Til vinstri frá gangi er baðherbergi með sturtuklefa og innréttingu. Þar er einnig þvottahús er með innréttingu með vaski, plássi fyrir þvottavél og þurrkara og hitakút. Útgengt er úr þvottahúsi. Þá er þriðja svefnherbergið í íbúðinni og er þar tvöfaldur fataskápur. Frá gangi er einni geymsla með hillum.
Íbúðin er í enda á þriggja íbúða raðhúsi og er með tvöföldu bílastæði fyrir framan húsið.