Fasteignasala Austurlands kynnir nýja, vandaða og viðhaldslétta parhúsíbúð á Eskifirði.Íbúðin afhendist fullbúin að utan sem og innan með steyptu bílaplani og frágenginni lóð.
Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Arnfinnsson lfs. // 583-2500 // [email protected]Ystidalur 5a, Eskifirði: Um er að ræða 4ra herbergja nýbygginu með mikilli lofthæð, 119,8m
2 parhúsíbúð á einni hæð. Leikskólinn svo gott sem hinumeginn við götuna og sundlaug bæjarins nánast í bakgarðinum.
Eignin skiptist upp i forstofu, opinn gang, eldhús og stofu í góðu opnu rými, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Húsið er klætt með vandaðari grárri klæðningu (Cembrit sementsplötur). Þakkantur er klæddur með svörtu blikki.
-
Húsið er hannað með gott hjólastólaaðgengi í huga- Gólfhiti með þráðlausum stýringum er í flestum rýmum eignarinnar- Innréttingar eru sérsmíðaðar hjá Trévangi- Á gólfum er hágæða vinilparket frá Gerflor en flísar á forstofu og votrýmum- Steypt bílaplan með ruslatunnuskýliRúmgott fjölskylduhús á frábærum stað!Forstofa: Er nokkuð rúmgóð, flísalögð. Góðir fataskápar.
Eldhús: Er í opnu alrými ásamt stofu. Eldhúsinnrétting og eyja sérsmíðaðar hjá Trévangi.
Stofa/borðstofa: Gott opið rými samtengt eldhúsi með útsýni til austurs út um stóra, gólfsíða glugga. Eikarlitar hljóðplötur í loftum.
Þvottahús: Flísalagt eins og forstofa, góð sérsmíðuð innrétting frá Trévangi ásamt vaski.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi, 14,4m
2. Vinilparketlagt með stórum og góðum fataskápum.
Svefnherbergin: 2 svefnherbergi utan hjóna, bæði með hágæða vinilparketi og tvöföldum fataskápum frá Trévangi.
Baðherbergi: Þar eru flísar á gólfi, walk-in sturta með sturtugleri, rúmgóð innrétting og upphengt salerni.
Geymsla: Flísalögð geymsla, 4,1m
2 að flatarmáli.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Heimir Arnfinnsson lfs. // 583-2500 // [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaupendur) 0,8% (einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 m/vsk.
Skoðunarskylda kaupenda:Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fasteignasala Austurlands skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Fasteignasala Austurlands // Austurvegi 21, 730 Reyðarfirði