INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Vel staðsett og falleg íbúð í parhúsi á einni hæð með fjórum svefnherbergjum og bílskúr sem að hluta er nýttur undir fjórða herbergið. Frá íbúðinni er gott útsýni. Stofa og eldhús eru í björtu og rúmgóðu rými með parket á gólfi og útgengt á stóra timburverönd með nýju timbri á dekki. Í eldhúsi er nýleg borðplata sem og ofn og vifta. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Þar er baðkar með sturtu í og handklæðaofn. Fjögur svefnherbergi eru í íbúðinni, parket er á gólfi í þremur herbergjum en flísar á einu. Sexfaldur fataskápur er í hjónaherbergi. Fjórða herbergið er afar rúmgott en það er útbúið í hluta af bílskúr. Það sem út af stendur í bílskúr er í dag geymsla. Flísar eru í þvottahúsi og þaðan er útgengt. Einnig er innangengt í bílskúr (geymsla í dag) í gegnum þvottahús.