LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Strandgata 75A, Laufás, Eskifirði.Fallegt eldra einbýli með aukaíbúð í kjallara.
Húsið var nær algjörlega tekið í gegn fyrir einhverjum árum.
Fallegt útsýni er frá húsinu.
2ja herbergja aukaíbúð á neðstu hæð getur gefið ágætar leigutekjur.
Aukaíbúðin samanstendur af stofu, eldhúsi, svefnherbergi og baðherbergi með sturtu og aðstöðu fyrir þvotttavél.
Fallegur sólpallur er ofan og utan við húsið og er gengið inn á hann til að komast inn í húsið.
Þar er komið inn í flísalagða forstofu með fataskáp.
Við hlið forstofunnar er gott svefnherbergi með parketi á gólfi og fataskáp eftir endilöngum vegg.
Stór stofa með kamínu og 3 gluggum er eftir endilangri suðurhlið hússins. Parket er á gólfi stofunnar.
Fallegt eldhús með nokkuð stórri innréttingu í gömlum stíl er á hæðinni.
Gott baðherbergi með sturtu er á hæðinni ásamt þvottahúsi með innréttingu.
Upp á efri hæðina er genginn góður stigi með fallegu handriði með renndum pílárum.
Uppi eru 2 góð svefnherbergi með fataskápum, rúmgott baðherbergi með baðkari og nokkuð stórri innréttingu.
Í risinu er einnig gott hol með dyrum út á litlar svalir.
Í kjallara er góð geymsla sem mögulega getur nýst sem vinnuaðstaða. Innangengt er í geymsluna af miðhæð hússins en einnig er sérinngangur í hana utanfrá.
Húsið hefur verið endurgert á smekklegan hátt í gömlum stíl sem hæfir aldri hússins.