LF-fasteignasala/Lindin fasteignir [email protected] Þórdís Pála Reynisdóttir s. 893-1319 löggiltur fasteigna- og skipasali kynna:
Bleiksárhlíð 35, Eskifirði.Rúmgott hús á 3 pöllum.
Efsti pallur: 4 svefnherbergi, gangur og baðherbergi.
Endurnýjun á baðherberginu er í gangi.
Stór skápar í stærsta svefnherberginu.
Miðpallur: Komið er inn í nýlega uppgerða forstofu með flísum á gólfi og gólfhitalögnum.
Úr forstofunni er komið inn í stórt alrými sem er eldhús, stofa og borðstofa.
Þaðan eru nokkur þrep upp á efsta pallinn þar sem svefnherbergin eru.
Úr alrýminu eru dyr út á timburverönd.
Í eldhúsi er sígild grá innrétting, nokkuð stór og með nýlegum tækjum.
Neðsti pallur: Bílskúr, nýlega endurnýjað þvottahús, stórt rými með dyrum út í garðinn, í því rými er sturta, einnig er góð geymsla á neðsta palli hússins.
Bílskúrinn er rúmgóður, bæði með gönguhurð og bílhurð.
Þvottahúsið er rúmgott og snyrtilegt.
Sólpallar eru í garði.
Gott útsýni er frá húsinu.
Framan við húsið er gott bílastæði.
Nýlega hefur verið skipt um glugga í nánast öllu húsinu og einnig er þakið nýlegt eins og reyndar flest í húsinu.