Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður
Tilboð
Atvinnuhús/ Verslunarhúsnæði
0 herb.
291 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1929
Brunabótamat
90.450.000
Fasteignamat
29.400.000

Fasteignasala Austurlands kynnir Búðareyri 4, Reyðarfirði (Hermes)

Hér er um að ræða glæsilegt eldra hús með skráð byggingarár 1929 en talið er að húsið sé nokkuð eldra en það.
Húsið hefur nýlega verið innréttað upp á nýtt með skrifstofuaðstöðu í huga. Sú endurinnrétting er mjög vel heppnuð og sameinar nútíma þægindi og gamlan stíl hússins á smekklegan hátt.

EIGNIN ER LAUS TIL SÖLU EÐA LEIGU
Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Arnfinnsson lfs. // 583-2500 // [email protected]


Rishæðin telur 4 rúmgóð herbergi, salerni og svo eldhús með lítilli innréttingu og vaski. Gangur er eftir rishæðinni miðri og eru dyr út á svalir við enda gangsins. Háaloft er yfir rishæðinni og er haganlegur stigi sem er hægt að nota til að komast þangað upp.

Miðhæðin skiptist í stórt samliggjand rými þar sem finna má skrifstofur, afstúkað rými sem nýta má sem móttöku, eldhús með lítilli innréttingu með vaski en engum eldunartækjum. Hár eldhússkápur er einnig í eldhúsinu ásamt innbyggðum ísskáp. 2 forstofur eru á hæðinni ásamt lítilli ræstikompu og snyrtingu.

Kjallari er undir öllu húsinu og er mjög góð lofthæð í stærstum hluta hans. Ekki er innangengt í kjallarann sem hefur ekki verið innréttaður upp á nýtt.

Þar er komið inn í óinnréttað rými þar sem m.a. er kyndiklefi. Nokkra geymslukompur eru í kjallaranum en 2 rúmgóð herbergi
og var annað notað sem skrifstofa. Kjallarinn býður upp á ýmsa möguleika og hægt að innrétta nokkur góð herbergi þar.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við: 
Heimir Arnfinnsson lfs. // 583-2500 // [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1.
Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaupendur) 0,8% (einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 m/vsk.

Skoðunarskylda kaupenda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fasteignasala Austurlands skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Fasteignasala Austurlands // Austurvegi 21, 730 Reyðarfirði

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..