LF-fasteignasala/Lindin fasteignir og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali, s. 893-1319
[email protected].
Borgarland 46 A, 765 Djúpivogi. Nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 251-3590 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Borgarland 46 A er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 251-3590, birt stærð 101.9 fm.
Um er að ræða nýbyggingu sem er bjart og skemmtilegt endaraðhús.
Gólfsíðir gluggar í forstofu og stofu gera íbúðina mjög skemmtilega.
3 svefherbergi eru í íbúðinni.
Eldhús og stofa eru samliggjandi í opnu rými og er lítill sólpallur út af stofunni.
Baðherbergið er með góðri sturtu og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Lóðin er frágengin og er möl á bílastæði framan við húsið.