INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Hér er um að ræða eignarhlut á jarðhæð sem áður var pósthús og ber þess merki að innan þar sem skipulag og innréttingar eru frá þeirri tíð. Það er ljóst að eignarhluturinn er um ræðir býður upp á ýmsa möguleika hvort heldur sem rými fyrir atvinnustarfsemi eða íbúðarhúsnæði. Eignarhluturinn er einn af þremur í húsinu.
Rýmið er um ræðir þarfnast orðið viðhalds og endurbóta. Sama má segja um húsið að utan en þar þarf að laga múrskemmdir og mála eða klæða húsið.