LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Einbúablá 12, Egilsstöðum. Rúmgott, vel viðhaldið, mikið endurnýjað og smekklegt einbýlishús ásamt sambyggðum bílskúr.
Húsið er úr timbri en klætt með steinaðri klæðningu.
Íbúðin skiptist í 3 rúmgóð svefnherbergi með fataskápum,
stórt eldhús, tvískipta stofu, mjög rúmgott baðherbergi, forstofu og þvottahús sem jafnframt er geymsla.
Timburpallar eru sunnan við húsið.
Lítill geymsluskúr (eða leikkofi) er í garði.
Heitur pottur fylgir með við sölu.
Bílskúrinn er rúmgóður. Þar er salernisaðstaða og gott geymsluloft og fylgir rafmagnstalía.
Flísar eru á gólfi í bílskúr.
Geymsla er inn úr bílskúrnum.
Bílaplan er hellulagt og með hitalögn.
Neysluvatnslagnir voru að miklu leiti verið endurnýjaðar fyrir ca. 2 árum..
Stutt er síðan baðherbergi var endurnýjað og er það mjög stórt og með góðu sturtuhorni.
Parket og innihurðir var endurnýjað fyrir nokkrum árum.
Eldhúsinnréttingin er stór og notadrjúg og voru hurðirnar á innréttingunni sprautaðar fyrir nokkrum árum.
Húsið stendur við rólega götu.
Húsið er vel staðsett og aðgengi að því gott.
Stutt að fara í skógargöngu.