Kirkjustígur 1b, 735 Eskifjörður
37.800.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
84 m2
37.800.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1944
Brunabótamat
37.500.000
Fasteignamat
24.100.000

LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali [email protected] kynna:
Kirkjustígur 1b, Eskifirði.
Lítið en rúmgott og fallegt einbýli á 2 hæðum, ásamt niðurgröfnum kjallara.
Húsið stendur á eignarlóð.
Miklar endurbætur hafa farið fram á húsinu innandyra en endurbótum að utan er ekki að fullu lokið.
Gólf hafa verið steypt upp á nýtt og hitalögn sett í þau (með möguleika á tengingu við viðbyggingu).
Við þetta var lofthæðin á neðri hæðinni aukin.
Fallegar flísar með parketmynstri voru settar á gólfin.
Milliveggir hafa verið teknir og settir nýir og færri þannig að rýmið á neðri hæðinni er allt opnara og þægilegra en áður var.
Einnig hafa burðarviðir í húsinu verið endurbættir eins og þörf var á.
Efri hæðin var endurnýjuð fyrir nokkrum árum og er í ágætu ástandi.
Þar eru 2 svefnherbergi, fataherbergi og baðherbergi.
Möguleiki er að færa vegg við fataherbergi og þá geta verið 3 svefnherbergi á efri hæðinni.
Góður stigi er milli hæða.
Á neðri hæðinni er eldhús sem var stækkað og sett ný innrétting.
Opið er milli eldhúss og stofu sem eykur rýmið.
Hægt er að setja millivegg í stofu og hafa annaðhvort tvískipta stofu eða svefnherbergi og stofu á neðri hæðinni.
Nýlega uppgert baðherbergi og þvottahús ásamt forstofu er einnig á jarðhæðinni.
Einnig er óskráður kjallari undir hluta hússins.
Góður stigi var settur niður í kjallarann og lúga í gólfinu var endurbætt og er vönduð.
Endurnýjun á ytra byrði hússis stendur yfir.
Hitaveita er í húsinu.
Húsið er á góðum stað miðsvæðis á Eskifirði og er aðgengi að því gott og lóðin slétt, lítil og þægileg í umhirðu.
Samkvæmt málsettum teikningum virðist húsið vera heldur stærra en skráning segir og einnig er kjallarinn í viðbót við skráða stærð.
Kjallarinn nýtist sem geymsla og tæknirými.

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..