Opið hús: 29. apríl 2025 kl. 17:30 til 18:00.*** OPIÐ HÚS SÓLVALLAGATA 41, 101 REYKJAVÍK. ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ. EIGNIN VERÐUR SÝND ÞRIÐJUDAGINN 29. APRÍL KL 17:30-18:00. ***
Falleg og björt 2-3ja herbergja íbúð á jarðhæð á frábærum stað í litlu fjölbýli við Sólvallagötu 41, 101 Reykjavík. Gólf er flotað og lakkað nema á baðherbergi þar sem er flísalagt. Góð og fjölkylduvæn staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.Stofa er opin, rúmgóð og björt.
Eldhús er opið við stofu, var endurnýjað af fyrri eiganda fyrir nokkrum árum. Falleg hvít innrétting með góðu skápaplássi. Tengi fyrir uppþvottavél.
Hjónaherbergi er rúmgott.
Svefnherbergi II er innaf hjónaherbergi. Var áður geymsla.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Hvít snyrtileg innrétting. Spegill með innbyggðri lýsingu. Baðkar með sturtuaðstöðu. Upphengt klósett.
Gólfhiti er í hluta íbúðar, í gangi, eldhúsi og á baðherbergi.
Sameiginlegur garður.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Sameiginlegt þvottahús.
Sameign er snyrtileg. Skv. seljendum var skipt um glugga í sameign 2024, rafmagnstafla í sameign endurnýjuð 2024 og skipt um útidyrahurð 2022.
Sameiginlegur geymsluskúr í garði.
Nánari upplýsingar veitir Styrmir Þór Sævarsson löggiltur fasteignasali í síma 846-6568 eða á netfanginu [email protected].