Hlíðargata 21, Neskaupstað: Um er að ræða 3ja svefnherbergja íbúð á
næðri hæð í tvíblýli.
Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Arnfinnsson lfs. // 583-2500 // [email protected]Eignin skiptist upp í forstofu, þvottahús og þar áfram í geymslu sem er í sameign (sameignin er einnig aðgengileg að utanverðu). Í alrými eignarinnar er borðstofa ásamt litlum og hentugum búrskáp og þar inn af er eldhús sem nýlega hefur verið gert upp á einkar smekklegan máta. Baðherbergi með sturtuklefa er á vinstri hönd inn af borgðstofu, á hægri hönd er stofan og þaðan útgengt á viðarpall með útsýni til suðurs. 3 svefnherbergi, öll með fataskápum. Köld geymsla í séreign er að utanverð við inngang eignarinnar.
Nýlegir og viðhaldsléttir gluggar í flestöllum rýmum.- Snotur eign á góðum stað
- Fallegur, gróinn garður
- Útsýni yfir fjörðinn
Forstofa: Flísalögð með ágætum og rúmgóðum en upprunalegum skápum.
Þvottahús: Steypt fólf sem málað hefur verið með vatnsþéttri málningu. Ágætis rými með hilluplássi. Inn af þvottahúsi er aðgengi að geymslu/sameign og þaðan er einnig útgengt til norðurs.
Borðstofa: Gott opið rými, flísalagt.
Eldhús: Er inn af borðstofu. Þar er að finna nýja og sérsmíðaða innréttingu frá Brúnás.Einkar smekkleg uppsettning of allt pláss vel nýtt. Eldhús er einnig flísalagt eins og borðstofan.
Stofa: Er parketlögð, stór gluggi er í stofunni og hurð út á sólpall að sunnanverðu. Fallegt útsýni yfir fjörðinn.
Svefnherbergi: 3 svefnherbergi, öll parketlögð með fataskápum. Í einu herbergjanna er upprunalegur innbyggður fataskápur en í hinum 2 eru lausir fataskápar.
Baðherbergi: Þar eru flísar á gólfi, fín innrétting og sturtuklefi.
Geymsla: Köld og sæmilega stór geymsla er að utanverðu, 7,4m²
og er ekki hluti af birtu flatarmáli eignarinnar.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband:
Heimir Arnfinnsson lfs. // 583-2500 // [email protected]Athugasemdir:- Skv. fyrri leigjanda bar á leka/rakamyndun inn á þvottahúsi, orsök lekans eru ekki kunn, mögulega útfrá útvegg en líklegt þykir að rakinn hafi myndast vegna þess að þurrkari var í sama rými /sem var að mestu lokað) og þannig hefur raki safnast upp bak við skáp sem var við útvegginn (að vestanverðu). Ekkert hefur borið á þessum raka nýlega.
- Þak eignarinnar er upprunalegt kominn er tími á skipti/viðhald. Það fellur því á kaupendur að sinna því viðhaldi í samráði við eigendur efri hæðar.
- Ekkert eiginlegt bílastæði fylgir eigninni en útbúið hefur verið stæði að austanverðu af núverandi eiganda.
Skráning eignarinnar skv. HMS:
Fasteignanúmer: F2169198
Stærð: Íbúð á hæð, 118,2m²
Byggingarár: 1952
Byggingarefni: Steypt+hlaðið
Gildandi fasteignamat: 33.250.000 kr.
Brunabótamat: 44.750.000 kr.
Lóð: Leigulóð í eigu Fjarðabyggðar, stærð lóðar er 873 m²
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaupendur) 0,8% (einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 m.vsk.
Skoðunarskylda kaupenda:Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fasteignasala Austurlands skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.