INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Mikið endurnýjuð og glæsileg 6 herbergja íbúð með bílskúr í þríbýli á frábærum útsýnisstað, miðsvæðis á Reyðarfirði. Stutt í leik- og grunnskóla sem og flesta þjónustu. Flísar eru í forstofu og þar er hiti í gólfi og stór fataskápur. Handklæðaofn fyrir vettlinga, húfur og önnur útiföt er í forstofu. Stofa, borðstofa og eldhús eru í nokkuð opnu rými með parket á gólfi og útgengt á svalir. Útsýni úr þessum hluta íbúðarinnar er magnað. Arin í stofu bíður upp á notalegar og fallegar stundir í skammdeginu. Glæsileg og rúmgóð innrétting er í eldhúsi og vel opið er á milli eldhúss og borðstofu. Hiti er í gólfi í eldhúsi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er flott innrétting, sturta og handklæðaofn. Hiti er í gólfi á baðherbergi. Í íbúðinni eru fimm svefnherbergi, öll með parket á gólfi og fataskápar eru í þremur herbergjum. Í miðri íbúðinni er rúmgott hol með parket á gólfi og þar eru einnig fataskápar. Þvottahús er inn af eldhúsi. Þar eru flísar á gólfi og fín innrétting.
Bílskúr er nokkuð hefðbundinn, þar er bílhurð og sjálfvirkur opnari.
Varmadæla er í eigninni.
Virkilega flott og rúmgóð íbúð með fimm svefnherbergjum og frábæru útsýni.