INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Bjólfsgata 4 eða Nóatún eins og húsið hefur heitið alla tíð er með skráð byggingarár 1885 hjá HMS en í bókinni Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar er áætlað að rétt byggingarár sé einhversstaðar á milli 1860 og 1870.
Þó húsið þyki ekki sérlega stórt hefur það samkvæmt Húsasögu Seyðifjarðarkaupstaðar hýst 12 manneskjur á einum tímapunkti í sögu þess.
Húsið stendur á fallegum stað við Lónið á Seyðisfirði. Á jarðhæð er lítil forstofa og þar innaf baðherbergi. Stofa með gömlu viðargólfi er á jarðhæð sem og lítill eldhúskrókur. Ris er allt eitt opið rými, bjart og skemmtilegt. Undir húsinu er hrár kjallari með mjög lítilli lofthæð (er ekki í fermetratölu).
Húsið þarfnast orðið einhvers viðhalds og endurbóta.
Vegna aldurs hússins er hægt að sækja um styrki til ýmissa framkvæmda hjá Minjastofnun.