LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna: Góð íbúð á 4. hæð í sex hæða lyftuhúsnæði fyrir 55 ára og eldri að
Melgerði 13 á Reyðarfirði.
Í húsinu er félagsaðstaða eldri borgara í eigu sveitafélagsins.
Húsið er sex hæðir, næstneðsta hæðin er götuhæð frá norðri og þar er félagsaðstaðan.
Mjög fallegt útsýni er úr íbúðinn.
Svalir með glerlokun.Nánari lýsing: Komið er inn í parketlagt
hol með fataskáp og auka geymsluskáp.
Svefnherbergi er parketlagt með góðum fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt með hvítri innréttingu og rúmgóðum sturtuklefa.
Tengi fyrir þvottavél er á baðherberginu en einnig er sameigninlegt þvottahús með tækjum á jarðhæðinni.
Eldhús og
stofa eru í einu rými, parket á gólfi. Eldhúsið er með góðri innréttingu.
Úr stofu er hurð út á svalir.
Íbúðinni fylgir talsverð sameign, m.a.
hlutdeild í tveimur íbúðarherbergjum með eldunar- og hreinlætisaðstöðu sem ætlaðar eru gestum.
Á 1. hæðinni eru geymslur og sameign hússins, þar er einnig rúmgott þvottahús með þvottavélum og þurrkurum til afnota fyrir íbúa, einnig er gott pláss til að þurrka þvott