INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Mjög flott og mikið endurnýjuð þriggja herbergja íbúð í litlu fjölbýli miðsvæðis á Egilsstöðum þar sem stutt er í flesta þjónustu.Stofa, eldhús og borðstofa eru í opnu og rúmgóðu rými með vínilparketi á gólfi og útgengt á yfirbyggðar svalir. Ný og glæsileg Brúnás-innrétting er í eldhúsi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er sturta, handklæðaofn og Brúnás-innrétting. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, bæði með vínilparketi á gólfi og sexfaldur fataskápur er í öðru herberginu en tvöfaldur í hinu. Flísar eru einnig í forstofu og þar er þrefaldur fataskápur. Flísalagt þvottahús er inn af forstofu.
Í íbúðinni er góð geymsla með parketi á gólfi en auk þess er mikið geymslupláss í kjallara.
Bílskúr er 30,9 m² og nokkuð hefðbundinn.