INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Mjög fallegt og reisulegt hús á frábærum stað. Fimm svefnherbergi, tvöfaldur bílskúr, fallegur garður og auka tveggja herbergja íbúð með sér fastanúmeri á neðri hæð.
Þak er mikið endurnýjað með nýrri einangrun, lektur, öndunardúk og nýjum aluzink-plötum frá 2021 auk endurnýjunar þakkants. Heitavatnslagnir voru endurnýjaðar 2025 (nema í baðherbergi á efri hæð).Stofa og borðstofa eru í opnu rými með parketi á gólfi og uppteknu lofti. Arinn er í stofu. Eldhús er þannig séð í sama rými þó að það sé aðeins aðgreint eins og það er í dag. Í eldhúsi er upprunaleg innrétting og borðkrókur en lítið mál að opna eldhús og sameina betur með stofu/borðstofu ef farið yrði í endurnýjun.
Önnur rúmgóð stofa er í húsinu og nýtt í dag sem sjónvarpsrými. Þar er stór þakgluggi sem setur sérlega skemmtilegan svip á rýmið. Inn af þessari stofu/sjónvarpsrými eru fjögur svefnherbergi, öll með parket á gólfi og útgengt er úr einu herbergi á svalir. Baðherbergi er einnig inn af þessu rými. Þar er bæði baðkar og sturta. Úr rýminu er stigi niður á neðri hæð þar sem fimmta svefnherbergið er og er það mjög rúmgott. Þar er einnig flísalagt þvottahús með útgengt í bakgarð og innangengt í tvöfaldan bílskúr. Forstofa á efri hæð er flísalögð sem og gestasalerni inn af forstofu.
Tveggja herbergja íbúð (sér fastanúmer) með sér inngangi er á neðri hæð. Þar er rúmgóð stofa, baðherbergi með sturtu, eldhús með ágætri innréttingu og svefnherbergi með stórum fataskáp. Flísar eru á öllum gólfum nema svefnherbergi, þar er parket. Úr íbúðinni er innangengt í sama þvottahús og tilheyrir efri hæð.
Lyfta með hjólastólaaðgengi er á milli hæða.
Bílastæði er hellulagt sem og aðkoma að íbúð á neðri hæð. Hellulagt er einnig allt í kringum húsið. Snjóbræðslukerfi er í bílastæði og hluta af stétt framan við hús.
Garðurinn er virkilega fallegur og fjölskrúðugur.