Vallargata 6A, 710 Seyðisfjörður
66.040.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
4 herb.
103 m2
66.040.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2025
Brunabótamat
0
Fasteignamat
2.040.000

INNI fasteignasala s. 580 7905 -  [email protected]
 

Vel staðsett fjögurra herbergja parhúsaíbúð við Vallargötu á Seyðisfirði. Húsið er í byggingu og verður afhent fullbúið að utan sem innan með timburverönd í garði.

SKILALÝSING:
UTANHÚSSFRÁGANGUR:
• Húsið er timburhús, með forsteypta sökkla og staðsteypta botnplötu.
• Burðargrind: 45×145 mm U24 timbur, C/C 600 mm, með styrkingum við glugga- og dyragöt.
• Klæðning: Láréttur timburpanell, ljósgrænn að lit.
• Þak: Hefðbundið risþak með 45×200 mm U24-sperrum, 12 mm OSB-plötum, þakdúk og bárujárnsklæðningu. Þakið er einangrað með 200 mm steinull.
• Fellistigi í gangi leiðir upp í óupphitað risrými sem hentar sem geymsla.
• Gluggar og útihurðir úr timbri, hvítmálaðar, með tvöföldu einangrunargleri (K-gleri).
• Útihurð á palli opnast út, aðrar inn.
• Rafmagnstafla er útbúin með tengimöguleika fyrir hleðslustöð rafbíla (ekki fullbúin lögn).
Lóð:
• Heildarstærð: 760 m² leigulóð, sameiginleg fyrir húsið.
• Yfirborð: Frágengið með torfi. Leiksvæði barna aftan við húsið.
• Aftan við íbúð: Timburverönd til suðurs með skjólveggjum milli íbúða.
• Aðalinngangur og bílastæði: Hellulögn.
• Sorptunnuskýli með fjögurra tunna flokkunarkerfi (samræmist reglugerð Múlaþings).
INNANHÚSSFRÁGANGUR:
Gólfefni:
       o Parket: Gangur, alrými og svefnherbergi.
       o Flísar: Anddyri, baðherbergi, þvottahús og geymsla.
       o Veggir á baðherbergi eru flísalagðir.
Veggir og loft:
       o Innveggir: 95 mm, klæddir gipsi og steinullareinangraðir.
       o Veggir: Sparslaðir, grunnaðir og málaðir í tveimur umferðum (hvítur litur, gljástig 7).
       o Loft: Spörtluð, grunuð og máluð tveimur umferðum (hvít, gljástig 2–5).
       o Votrými: Rakaþolnar plötur, votrýmismálning.
Innréttingar og tæki:
       o Eldhús, baðherbergi, þvottahús og fataskápar frá Brúnás.
       o Eldhústæki: Spanhelluborð, ofn í vinnuhæð, undirskápavifta.
       o Undirbúningur fyrir innbyggða uppþvottavél (framhlið fylgir).
       o Vaskur úr stáli með einnar handar blöndunartæki.
       o Fataskápar eru í forstofu og öllum herbergjum.
       o Þvottahús: Innrétting með plássi fyrir tvær vélar og vask í borðplötu.
       o Gert er ráð fyrir barkalausum þurrkara.
Hurðir:
       o Innihurðir: Hvítar, yfirfelldar og með hurðarhúnum úr málmi.
       o Allar hurðir án þröskulda, fallþröskuldar í votrýmum.
Hreinlætistæki:
       o Baðherbergi: Upphengd wc-skál með innbyggðu kerfi og hæglokandi setu.
       o Handlaug í innréttingu með einnar handar blöndunartæki.
       o Sturtutæki: Utanáliggjandi blöndunartæki.
Lagnir:
       o Gólfhiti með stýringu fyrir hvert herbergi.
       o Tengt HEF veitukerfi fyrir neysluvatn og gólfhita.
       o Inntök í þvottahúsi við útvegg.
       o Rafmagn: Rofar, tenglar og tafla í samræmi við teikningar. Tafla í þvottahúsi.
       o Undirbúningur fyrir ljósleiðara (ídráttarrör er komið). Kaupandi sér sjálfur um tengingu.
       o Loftnet- og tölvutengill í alrými.
       o Innfelld lýsing í alrými, loftadósir víðar.
Loftræsting og brunavarnir:
       o Náttúruleg loftræsting með opnanlegum gluggum.
       o Vélræn loftræsting er í eldhúsi, þvottahúsi, geymslu og baðherbergi.
       o Reykskynjarar í öllum rýmum stærri en 6 m².
       o Slökkvitæki eru við allar útidyr.
       o Eldvarnarteppi og læstur lyfjaskápur fylgja.
ALMENNT:
• Kynningarefni (teikningar, myndir o.fl.) er aðeins leiðbeinandi.
• Laus búnaður sem sýndur er á myndum en ekki tilgreindur í þessari lýsingu fylgir ekki.
• Seljandi áskilur sér rétt til breytinga á útliti, efni og aðaluppdráttum meðan á framkvæmdum stendur.
• Breytingar á íbúð skulu gerðar af kaupanda eftir afhendingu og í samræmi við byggingarreglugerð

Senda fyrirspurn

Skilaboð hafa verið send..

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send..