LF-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir, löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Strandgatata 15, Eskifirði.Húsið er alls skráð 177 fermetrar en aukafermetrar virðast leynast á neðri hæðinni.
2 eignarhlutar. Um er að ræða einbýlishús sem er skráð tveir eignarhlutar ( 217-0386 og 222-7276 ).
Húsið er byggt árið 1974, úr holsteini og steinsteypu. Efri hæð er skráð 110,0 ferm. og neðri hæð 67,0 ferm.
Hluti af fermetratölu neðri hæðar er 27 fermetra bílskúr sem er á sama fastanúmeri og efri hæð hússins.
Þar hefur gluggi verið settur í stað bílskúrshurðar en auðvelt væri að breyta aftur.
Ekki er innangengt milli hæða.
Skipting hússins á hvort fastanúmer er:
01-0101 fastanúmer 217-0386 alls 137,2 fermetrar (rýmisnúmer 01-0001 bílskúr 27,2 fermetrar og 01-0101 íbúð á hæð 110 fermetrar)
01-0002 fastanúmer 222-7276 íbúð 39,8 fermetrarÁ efri hæð er íbúð sem skiptist í forstofu eldhús, þvottahús með dyrum út í garðinn, rúmgóða stofu, gang, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Neðri hæðin var nýtt sem sérstök íbúð og er með sér fastanúmer en er í dag að mestu óinnréttuð en þar er stórt baðherbergi sem þarfnast lagfæringa.
Á neðri hæðinn er bílskúr, forstofa, gangur, hol, baðherbergi og svefnherbergi.
Hitaveita er í húsinu. Þak hússins lítur vel út og vönduð útihurð í forstofu. Í þessari eign er ýmislegt sem hefur verið endurnýjað en annað þarfnast endurbóta.
Tækifæri fyrir laghent fólk að eignast rúmgott einbýli á lágu verði.