Lf-fasteignasala/Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali
[email protected] kynna:
Nesgata 29, Prófastshúsið, Neskaupstað. 2ja íbúða hús (2 fasteignanúmer) sem hefur fengið gott viðhald í gegn um tíðina og verið talsvert endurnýjað.
2ja herbergja aukaíbúð á neðstu hæð sem getur gefið
ágætar leigutekjur.
Íbúðin á neðstu hæð samanstendur af svefnherbergi, forstofu, stofu, eldhúsi, baðherbergi og aðstöðu fyrir þvottavél.
Á aðalhæðinni er skipulag hússins þannig að það er komið inn í forstofu og þaðan inn á gang þar sem er stigi upp í rishæð.
Inn úr ganginum er svefnherbergi og inn af því nýtt flísalagt baðherbergi.
Við hlið gangsins er eldhús með nokkura ára innréttingu frá Brúnás og jafngömlum tækjum.
Úr eldhúsinu er gengið í rúmgóða tvöfalda stofu sem er með fallegum skrautlistum í lofti.
Á aðalhæðinni er hiti í gólfi í forstofu, herbergi, baðherbergi og eldhúsi.
Í risinu eru 2 góð svefnherbergi, baðherbergi og geymslupláss.
Eigandi vill selja allt húsið í einu en hægt er að kaupa hvora íbúð fyrir sig af mismunandi aðilum svo framarlega sem báðar íbúðir seljast um leið.