INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Fjögurra herbergja einbýlishús ásamt bílskúr á fallegum útsýnisstað í Neskaupstað. Íbúðarhús er 123,3 m² og bílskúr 34,4 m². Samtals 157,7 m².Stofa er rúmgóð og björt með parket á gólfi og mjög góðu útsýni. Flísar eru í eldhúsi, þar er eldri innrétting. Búr er inn af eldhúsi. Þrjú herbergi eru í húsinu, öll með parket á gólfi. Tvö herbergi eru rúmgóð en eitt fremur lítið sem nýtist líklega best sem vinnuherbergi/skrifstofa. Baðherbergi er flísalagt og með sturtu, innangengt er af baðherbergi í þvottahús.
Bílskúr er nokkuð hefðbundinn en hann er óupphitaður. Bílskúrinn er einn af þremur í frístandandi bílskúrslengju við götuna.