Fossgata 5 (neðri hæð), Eskifirði: Snotur íbúð á jarðhæð ásamt bilskúr. Stór og góður sólpallur í séreign vestan við húsið. Róleg botnlangagata ofarlega í hlíðinni með frábært útsýni yfir fjörðinn. 4 svefnherbergi (misstór) eru í íbúðinni og rúmgóð stofa með útsýni til suðurs. Þvottaaðstaða er inn á baðherbergi sem hefur verið gert upp að hluta til, þaðan er útgengt í bakgarðinn að ofanverðu. Eldhúsinnrétting er hin fínasta og nokkuð rúmgóð. Nýlegt parket á flestum rýmum og flísar á baðherbergi. Bílskúrinn er án rafmagns og kyndingar, búið er að leggja rafmagn í hann en á eftir að klára að tengja við töflu.
Íbúð og bílskúr eru á sitthvoru fasteignanúmeri en seljast saman.
Íbúðin (F2170214) er skráð 102,5m
2 og bílskúrinn er 42m
2 skv. HMS 
Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Arnfinnsson lfs. // 583-2500 // [email protected]- Vel skipulögð íbúð á jarðhæð
- Stór og góður sólpallur
- Rúmgóður bílskúr
- Fallegt útsýniFjölskylduvæn íbúð (
jarðhæð)
 á frábærum útsýnisstað!Skráning íbúðar skv. HMS:
Fasteignanúmer: F2170214
Stærð: Íbúð á hæð, 102,5m²
Byggingarár: 1956
Byggingarefni: Steypa
Gildandi fasteignamat: 25.900.000 kr.
Fyrirhugað fasteignamat 2026: 27.150.000 kr.
Brunabótamat: 44.450.000 kr.
Lóð: Eignarlóð, stærð lóðar er 1.040m²
Skráning bílskúrs skv. HMS:
Fasteignanúmer: F2170214
Stærð: Bílskúr, 42m²
Byggingarár: 1968
Byggingarefni: Steypa
Gildandi fasteignamat: 5.450.000 kr.
Fyrirhugað fasteignamat 2026: 5.950.000 kr.
Brunabótamat: 13.350.000 kr.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaupendur) 0,8% (einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 m.vsk.
Skoðunarskylda kaupenda:Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.        
Fasteignasala Austurlands skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Fasteignasala Austurlands // Austurvegi 21, 730 Reyðarfirði