INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Einbýlishús á tveimur hæðum með sér íbúð á neðri hæð en einnig mögulegt að hafa opið milli hæða. Á efri hæð er tveggja herbergja íbúð með rúmgóðri stofu þar sem hægt er að bæta við öðru svefnherbergi (var þannig áður). Parket er einnig í eldhúsi á efri hæð. Inn af eldhúsi var búr/geymsla en það er núna lítið þvottahús. Parket er á svefnherbergi efri hæðar. Baðherbergi er flísalagt með sturtu og fíbó-plötum á veggjum.
Á neðri hæð er stofa með parket á gólfi og tvö svefnherbergi, einnig með parket á gólfi. Baðherbergi er flísalagt og þar er sturta. Flísar eru einnig í eldhúsi og þvottahúsi.
Stigi er milli hæða í húsinu og lítið mál að nýta það sem eina heild en einnig mögulegt að loka stiga og nýta eignina sem tvær íbúðir eins og það er nýtt í dag.