LFASTEIGNASALA/LINDIN FASTEIGNIR,
[email protected] og Þórdís Pála Reynisdóttir s. 893-1319 löggiltur fasteignasali kynna:
Fossgata 2, Eskifirði.
Þægilegt einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr.
Bæði hús og bílskúr hafa verið mikið gerð upp á undanförnum árum.
Húsið var klætt og einangrað utanfrá og skipt um járn á þaki.
Húsið hefur allt verið endurnýjað að innan og skipulagi aðeins breitt og búin til geymsla.
Plássið í húsinu nýtist vel.
Stofan er með dyrum út á stóran sólpall með heitum potti.
2 svefnherbegi eru í húsinu.
Þvottahúsið er með dyrum út í garðinn.
Stór útigeymsla er undir sólpallinum.
Gott bílastæði er við húsið.
Bílskúrinn er handan götunnar, þar er rafmagn og vatn.
Fánastöngin mun ekki fylgja með við sölu.