INNI fasteignasala s. 580 7905 - [email protected]
Mjög fínt og vel staðsett einbýlishús með þremur svefnherbergjum og einföldum möguleika á fjórða herberginu ásamt frístandandi bílskúr með tilbúinni stúdíó-íbúð. Mjög spennandi eign.Stofa og borðstofa eru í nokkuð rúmgóðu og björtu rými með parket á gólfi og þaðan er útgengt á timburverönd við suðurhlið hússins en veröndin er stór og við þrjár hliðar hússins. Eldhús er sérlega rúmgott með stórri innréttingu auk þess sem búr er inn af eldhúsi. Parket er á gólfi í eldhúsi og búri. Inn af eldhúsi er einnig flísalagt þvottahús með innréttingu. Útgengt er úr þvottahúsi og þar er aðgengi að háalofti sem er yfir mestöllu húsinu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og með hita í gólfi. Á baðherbergi er bæði baðkar og sturta, þar er ljómandi fín innrétting og handklæðaofn. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, öll með parket á gólfi og fataskápar eru í öllum herbergjum. Fjórða svefnherberginu hefur verið breytt í sjónvarpshol en fremur einfalt ætti að vera að breyta því til baka og vera með fjögur svefnherbergi.
Steypt stétt með snjóbræðslu er framan við hús og við bílskúr. Snjóbræðsla er einnig í hluta bílastæðis.
Í hluta af bílskúr hefur verið útbúin mjög fín stúdíó-íbúð sem skilar góðum leigutekjum ár hvert. Þar er parket á gólfi í svefnrými og eldhúsi. Aðstaða fyrir þvottavél er í rýminu. Baðherbergi er flísalagt með sturtu. Í öðrum hluta bílskúrs er geymsla með bílhurð. Útigeymsla er í garði.