Rentus leigumiðlun kynnir til leigu skrifstofu- eða atvinnuhúsnæði á 1. hæð í húsakynnum Radisson Blu, Hótel Sögu við Hagatorg. Húsnæðið er 231 fm með möguleika á stækkun í 270- 320 fm. Tvær aðkomur eru að rýminu þ.e. sér inngangur að utan og sameiginlegur inngangur í norðurálmu Hótelsins. Næg bílastæði við húsið. Nú er rýminu skipt í 10 skrifstofur, salerni, og kaffiaðstöðu. Lofthæð góð eða um 3 metrar. Loftræstikerfi er innbyggt í loft og í góðu lagi, tölvu- og símalagnir eru til staðar í öllum herbergjum. Séröryggiskerfi til staðar. Nánari upplýsingar veitir Eygló í s: 440-6035/692-7678 og
[email protected]